Kynning

Fjallahesturinn
SNJÓHJÓL
Næsta kynslóð hjólamennsku!

Þetta fyrsti búnaðurinn sem er sérhannaður fyrir fjallaferðir Enduro/Motorcrosshjóla á snjó (Fjallahesturinn er einkaleyfisvarin).

Að keyra Enduro/Motorcrosshjól á belti veitir þér svipaða ánægju og að keyra vélsleða, en þú sérð ljósið þegar þú prófar Fjallahestinn. Bæði tækin komast á svipaðar slóðir, en á Fjallhestinum getur þú valið aðrar leiðir. Á Fjallahestinum getur þú einfaldlega farið á staði sem þú færir ekki á Vélsleða. Vélsleði á létt með að fara beint upp brattar brekkur vegna mikils afls sem í þeim er, en þeir þurfa oftast að koma beint niður aftur vegna erfiðleika við að höndla hliðarhalla. Vélsleðarnir eru mun þyngri og staða skíðanna gerir þeim erfitt fyrir í hliðarhalla, snúningar eru þeim erfiðir í halla, að keyra Vélsleða við þær aðstæður krefst mikillar reynslu afls og tækni. Fjallahestur er u.þ.b 100kg léttari en Vélsleði. Að keyra Fjallahest er svipað og að keyra mótorhjól, hann er það stöðugur að oftast er hægt að stoppa án þess að þurfa að setja niður fæturna.

Fjallahestur er stöðugri í snjó en Enduro/Motorcrosshjól í drullu, þú getur keyrt í hliðarhalla eins og þú værir á flatlendi án þess að hafa áhyggjur um að Fjallahesturinn skriki undan þér. Þegar þú ferð upp langa bratta brekku þarftu ekki að fara beint upp eins og oftast er gert á Vélsleða, þú getur bara sikksakkað áreynslulítið upp á topp. Þú getur líka stoppað í brekkunni og horft í kring um þig, tekið svo af stað aftur og haldið áfram án þess að festa þig. Það er auðvelt að fara þangað sem þig langar á Fjallahesti. Það er auðvelt að höndla Fjallahest við erfiðar aðstæður t.d í skóglendi, milli steina og kletta og yfir mjóar snjóbrýr. Það er auðvelt að fara niður brattar brekkur á Fjallahesti, þú þarft ekkert að fara beint niður heldur getur þú auðveldlega sviga niður í rólegheitunum. Ef þér finnst brekkan of brött eða einhverjar hindranir, eins og tré eða klettar sem þú ert hræddur við þá svigar þú bara niður eins og þú værir á skíðum eða snjóbretti. Með þessari tækni getur þú auðveldlega stoppað í miðri brekkunni ef það hentar þér.

Þessi tækni gefur þá stjórn sem þú þarft til að skoða svæði sem þig hefur lengi dreymt um að skoða af öryggi. Á Tréhesti ertu ekki bundin af einhverjum slóðum eins og á Enduro/Motorcrosshjólum, Fjallahesturinn gefur þér frelsi til að ferðast um fjöll og firnindi, gil og dali án þess að hafa áhyggjur um að þú sért að skemma landið.

  • Hönnunin líkist vélsleðabúkka og nýtir Timbersled Vélsleðatæknina
  • Búnaðurinn er skrúfaður á hjólið án breytinga (einfaldlega skipta út pörtun)
  • Það tekur um það bil 2klst að setja búnaðinn undir.
  • Búnaðurinn kemur full samansettur ásamt leiðbeiningum tilbúin á hjólið!
  • Búnaðurinn er sá sami fyrir flestar tegundir hjóla, það þarf aðeins breytibúnað milli tegunda.
  • Búnaðurinn er til fyrir nýrri gerðir enduro/motocrosshjóla og mælum við með 250cc tvígengis eða 450cc fjórgengis hjólum í verkefniðBúnaðurinn er til fyrir nýrri gerðir enduro/motorcrosshjóla og mælum við með 250cc tvígengis eða 450cc fjórgengisgengishjólum í verkefnið, 250cc fjórgengis á ekkert erindi í þennan búnað.
  • Liturinn á staðal búnaðnum er svartur (en hægt er að sérpantanir aðra liti)
  • Aukahlutir í boði fyrir búnaðinn eru (bensínbrúsar, töskur, hjólabúnaður, standur/lyfta)